10

M og Solla voru á heimleið eftir að hafa sigrað stóran innrásarher og svipt stríðsfanga sína frelsi.

Sollu fannst gaman að fá ný fórnarlömb og lék ýmsa leiki með þau. Einn þeirra var sá að þræll sem var næstur í röðinni var látinn þrífa hníf Sollu áður en hún beitti honum á hann. Það var eitthvað svo auðmýkjandi að láta þræl þrífa verkfærið sem yrði svo beitt á hann.

Hugur M var við annað. Hún hafði ekki haft öll völd yfir löndunum lengi en var strax byrjuð að framkvæma breytingar. Næst á dagskrá var að breyta öllu kerfi dóma og annarra úrlausna deilumála. Þegnar M bjuggu við frekar þunglamalegt kerfi þar sem allir í deilumáli fengu að koma skoðunum sínum að, rökstyðja þær og færa fyrir hóp dómara sem úrskurðuðu í málinu. M hafði sjálf þurft að nota þetta kerfi og fannst það þungt og þreytandi.

Áætlun M var sú að breyta öllu þessu kerfi þannig að hún réði sjálf hvernig deilumál yrðu útkljáð. Þegar hún kom í bæ sinn ákvað hún að prófa kerfið.

Hún lét leiða fyrir sig tvo menn sem voru að deila um notkunarrétt yfir hópi þræla. Báðir vildu láta þá vinna fyrir sig.

M leit á þá og dæmdi þannig að myndarlegri maðurinn fékk umráðarétt yfir þrælunum án þess að hlusta á þá rökstyðja eitt né neitt. Sá ómyndarlegi kvartaði:
"Kæra M, þú hefur ekki hlustað á rök mín!"
M: "Það er rétt. Ég nenni því ekki."
Maður: "En kæra M, nú mun reynast mjög erfitt fyrir mig að skila af mér þeirri vinnu sem þú krefst af mér!"
M: "En það tekst alveg er það ekki? Eða þarf ég að refsa þér?"
Maður: "Kæra M, það mun takast! Fyrirgefðu mér, ég mun strax hefjast handa!"

M brosti. Þetta kerfi var miklu betra en hið gamla. M lét alla sem áttu í deilumálum koma fyrir sig og dæmdi svo í öllum málunum byggt algjörlega á hennar eigin geðþótta, og lét á meðan þjóna sér og dekra við sig. Á innan við 2 klukkutímum var hún búin að greiða úr öllum málum og gat leyst upp hið gamla kerfi dóma og úrskurðavalds. M réði öllu.

M skipaði Sollu sem varadómara. Solla var fljót að átta sig á notagildi þessa valds og gekk nú um bæinn og útdeildi sektum og refsingum jafnvel þótt enginn væri að deila. Þannig gat maður búist við því að fá sekt og að þurfa greiða hana til nágranna síns upp úr þurru. Þeir sem mótmæltu gátu búist við hörðum refsingum.

M var ánægð með dagsverkið. En þá bárust henni skilaboð sem hún þurfti að bregðast við.