13

Valdataka M hafði í för með sér miklar breytingar á allri samfélagsgerðinni.

Elítan var núna ekki lengur fæðingarréttur. M valdi persónulega þá sem fengu að tilheyra henni og henti meðal annars nokkrum einstaklingum út úr elítunni og gerði að óbreyttum almenningi.

M lét líka endurskipuleggja vinnu. Þrælar störfuðu á ökrum, í námum, við að leggja betri stíga og í öðrum líkamlega krefjandi og slítandi störfum. Fjöldi þeirra var aukinn gríðarlega með vel heppnuðum árásum á nærliggjandi lönd og þegar þurfti að sigra innrásarheri.

Almenningur sá um aðra vinnu, svo sem handverk, þrif, matvælaframleiðslu og annað slíkt. Hann þurfti að láta af hendi megnið af framleiðslu sinnar til elítunnar. Elítan fékk besta matinn, bestu klæðin og bestu vopnin. Elítan bjó líka í bestu húsunum sem voru reist úr steinum og tré og höfðu rennandi vatn. Almenningur bjó að mestu í einföldum kofum.

Elítan hafði engar skyldur aðrar en að sjá til þess að aðrir sæu um alla vinnuna fyrir sig. Elítan var með þjóna og þræla til að þjóna sér.

Hlýðni við fyrirmæli M var nánast undantekningalaus og ekki var heimilt að svo mikið sem hika þegar M ákvað eitthvað.

Þetta samfélag gekk vel og lífsgæði M, Sollu og elítunnar almennt voru mikil. Almenningur fann líka að hernaðarsnilli M færði honum meiri stöðugleika til að sinna störfum sínum.

En á öllu eru undantekningar.

Þegar veldi M stækkaði og það þurfti að innlima ný svæði og þorp í veldi M þurfti stundum að eiga við andspyrnu. Þegar M eignaðist nýtt svæði þá þurfti að flokka fólkið. Besta fólkið fékk að ganga í hóp elítunnar en aðrir urðu að stritandi almenningi og jafnvel þrælum ef þannig lá á M.

Í einu slíku tilviki hafði M fyrir framan sig stóran hóp af fólki af báðum kynjum sem tilheyrði bæ sem M hafði bætt við veldi sitt. M sá hjón í hópnum og fannst konan eiga skilið að vera í elítunni en karlinn ekki og gaf þau fyrirmæli út. Þar með yrðu þau aðskilin.

Konan þakkaði fyrir úrskurð M og M gaf henni umboð til að láta reisa fyrir sig veglegt hús hvar sem hún vildi og byrja að velja sér þjóna og þræla til að þjóna henni. En maðurinn var svekktur. Henn fékk ekki að fara í elítuna og í staðinn orðinn hluti af almenningi. Þú leyfðir honum að tjá sig.

Maður: "Kæra M, ég virði auðvitað ákvarðanir þínar og fyrirmæli en þú hefur lyft konu minni í stétt elítunnar og hún kærir sig ekki um mig lengur. Mér finnst það óréttlátt!"
M: "Já, svona er það bara. Ætlar þú að vera með vandræði?"
Maður: "Kæra M, nei alls ekki! En þú skilur vonandi aðstöðu mína. Ég missti konu mína og hún kærir sig ekki um mig lengur. Hún er elítan. Ekki ég."
M: "Já, þú ert sennilega svekktur. Ef þú ert heppinn þá velur hún þig kannski til að þjóna sér og væntanlegum nýjum maka hennar."

Maðurinn leit á konu sína sem var strax byrjuð að leita sér að nýjum maka - einhverjum manni meðal elítunnar. Tilhugsunin um að þurfa þjóna nýjum maka var þungbær en hann mótmælti ekki ákvörðun M. Orð hennar voru lög.

Svo fór að fyrrverandi kona hans tók sér stöðu sem æðsti stjórnandi svæðisins í umboði M og hafði að leik að láta fyrrverandi mann sinn fá mikið af erfiðum og leiðinlegum verkefnum fyrir sinnuleysi hans í hjónabandinu á sínum tíma. Hún lét hann líka þjóna nýjum maka sínum sem var mun vandaðri maður. Hann var svo gerður að hermanni og dó í því hlutverki.