16

Eftir því sem veldi M stækkaði komst hún að því að orðspor hennar hafði borist langt út fyrir hennar eigin landamæri. Hún var sögð vera ósigrandi og fór því að upplifa að þegar hún kom í ný lönd þá gafst fólk bara strax upp og beygði sig fyrir henni. Hún fékk færri og færri tækifæri til að beita sverðinu eða úthluta refsingum. Ef enginn var árásin þá gat hún heldur ekki framleitt stríðsfanga og gert að þrælum.

Þessi undirgefni og auðmýkt var því farin að hafa neikvæðar afleiðingar. Þrælar strituðu mikið og dóu hratt og þá þurfti því reglulega að endurnýja. Ef M fékk enga stríðsfanga þá þurfti að velja þræla úr hópi almennings sem var ekki nærri því eins skemmtilegt.

M fannst gaman að mótstöðu og andspyrnu og skortur á slíku fékk hana til að hugleiða aðrar leiðir til að fá útrás fyrir sverðið og afla nýrra þræla.

Hún ákvað að setja saman lítið herlið, 20 manns að henni meðtalinni, sem færi í leynilega leiðangra til að leggja undir sig ný lönd. Hún lét útbúa skykkju með hettu sem faldi ljósa lokka hennar og bjart andlitið. M vonaðist til að geta þannig fengið ástæðu til að beita sverðinu.

Hún hélt af stað með lið sitt að svæði sem hún hafði frétt af, þar sem bjuggu meðalháir einstaklingar á hrjóstugu svæði. Landið hafði engin sérstök gæði sem M langaði í, en henni langað að athuga hvort hún gæti ekki fengið andspyrnu með því að þykjast vera ræningjahópur í leit að ránsfeng.

Ferðalagið var í lengra lagi og M lét því hóp þræla fylgja sér til að auðvelda það. Þegar M kom til svæðisins slátraði hún þrælunum og laumaðist nær stærsta þorpinu á svæðinu og fylgdist með.

Í útjaðri stærsta þorpsins ákvað M að prófa viðbrögð við innrás. Tveir af mönnum hennar voru sendir af stað með léleg vopn, og þeim sagt að stela einhverju og athuga hvaða viðbrögð þeir fengju. M fylgdist með í fjarska.

M til ánægju var ekki tekið vel á móti mönnunum tveimur og þeir voru drepnir á staðnum. M var ánægð. Loksins væri von á mótstöðu!

M gerði áætlun.