17

M var í leiðangri. Hún var ekki að sækja hráefni, leggja undir sig eftirsótt lönd eða slíkt. Hún var einfaldlega að leita að andspyrnu, sem var orðið eftir að fá vegna orðsporsins sem fór af henni.

Hún hafði sent tvo af mönnum sínum til að ræna svolitlu frá nálægum bæ og sá, sér til ánægju, að því var mætt með hörku og mennirnir drepnir.

Nú var komið að henni sjálfri. M var í svartri kápu og með hettu á höfðinu. Hún vonaðist þannig til að mótherjar hennar þekktu hana ekki og gæfust strax upp.

Hún gengur að bænum en sverðið var enn slíðrað og í felum. Hún labbar af tveimur mönnum.

M: "Sælir menn, ég krefst þess að þið færið mér mat og drykk, annars fáið þið að kenna á því!"

Mennirnir litu á M og brugðust illa við.

Maður: "Aðkomumanneskja, hver ert þú að gefa okkur svona fyrirmæli, ein og greinilega varnarlaus?"

M dró nú upp sverðið og mennirnir drógu fram hnífa. Þeir réðust á hana. M var ánægð og dró það aðeins á langinn að sigra þá til að vera viss um að fleiri sæu hvað færi fram. Nú rauk í átt að henni hópur vopnaðra manna. M gaf merki til föruneytis síns um að hlaupa úr felum. Úr verður bardagi.

Það kom M á óvart hvað fólk þessa svæðis var leikið með vopn sín og það tókst að fella 10 menn úr föruneyti M áður en M sá fram á sigur. M nýtti sér hæfileika sína og leikni með sverðið og hjó niður mótherja í stórum stíl. Þetta var samt tæpt. 100 menn höfðu ráðist á hana og nú stóðu 50 menn enn eftir, og bara 8 menn eftir af fylgdarliði M.

M hafði kannski tekið of stóra áhættu í þetta skiptið en allt fór þó vel. Þegar eingöngu 50 þorpsbúar stóðu eftir þá fóru þeir að bakka og forðast sverðsodd M.

M tók nú af sér hettuna. Enginn þorpsbúa hafði séð M en lýsingar af henni höfðu borist víða og hvísl hófst. Það var búið að bera kennsl á M og hún vissi að núna fengi hún ekki meiri mótspyrnu. Þó gat hún úrskurðað að vild.

M: "Kæru þorpsbúar, þið tilheyrið mér núna. Fyrir andspyrnuna þarf ég auðvitað að refsa."

Þorpsbúar koma nú hver á fætur öðrum út og hlusta á hvert orð M.

M sá ungan mann meðal þorpsbúa og benti honum á að stíga fram og skoðaði hann betur. Hann var efni í elítuna en M beið aðeins með að lýsa því yfir. Hún lét nú útbúa veislu fyrir sig og þorpsbúar fengu að sýna henni hvað þeir gátu boðið henni upp á. Hinn ungi maður fær að dvelja með M og hún er ánægð með hann.

Næsta dag, eftir góðan svefn, lýsir M því yfir hvaða fyrirkomulag gangi nú í gildi. Hún tók 20 manns sem þræla, skipaði strákinn unga í elítuna og bauð honum að taka við stjórn svæðisins, sem hann þáði. Skattgreiðslur til M voru ákveðnar. M hafði fengið mótspyrnuna sína, ferska þræla og ný lönd. Markmiðum hennar var náð.

En hún vildi meira.