11

M hafði nýlega fengið á sínar hendur öll völd yfir löndum hennar fólks og hafði í kjölfarið aukið þau völd töluvert og réði nú öllu sem hún vildi.

Yfirleitt voru dagarnir auðveldir fyrir M. Henni var þjónað og hún útdeildi verkefnum, sektum og refsingum eins og henni hentaði. Vaxandi safn þræla jók mjög á framleiðslu á öllum gæðum og hið frjálsa fólk sem vann fyrir elítuna sinnti sínu af auðmýkt og hlýðni.

En nú bárust skilaboð til M. Í þrælahópi nokkrum var að myndast mótstaða. Þetta voru þrælar Sollu. Hún hafði stækkað þrælasafn sitt svo mikið að það náðist hreinlega ekki að gefa öllum þrælunum verkefni og þeir eyddu því sumir dögunum að sitja og bíða eftir fyrirmælum. Þetta var ekki gott því þeir höfðu nú rætt sín á milli um að hætta að eyða dögunum í ekkert og gera eitthvað sem þeir völdu sjálfir.

Solla bað M um að aðstoða sig við þetta mál.

Þetta var skemmtilegt verkefni að mati M. M hafði aldrei þurft að brjóta á bak uppreisn þræla áður.

M safnaði að sér upplýsingum. Þetta voru um 100 þrælar af mismunandi gerðum, frá háum og sterkum mönnum til lágvaxinna manna og kvenna. Þeir höfðu engin vopn en einhver prik og frumstæð verkfæri.

Solla stakk upp á því að senda þá bara í hinar nýju námur til að strita en M fannst það ekki sýna gott fordæmi. Ef þræl var sagt að sitja kyrr allan daginn og gera ekkert þá átti hann einfaldlega að hlýða því en ekki fá eigin hugmyndir.

M lét leiða sig að þrælauppreisninni. Solla var með henni en enginn annar.

Þrælarnir horfa á drottnara sína og bíða átekta.

M: "Þrælar, ykkur datt í hug að fá ykkar eigin hugmyndir og ég er ekki hrifin af því. Núna býð ég hverjum sem vill eða þorir að takast á við mig og sverð mitt."

M horfði brosandi yfir hópinn. Allir vissu vel hvað M var fim með sverðið og hvað Solla gæti gert við þá ef hún fengi þá til meðferðar.

Lítill hópur steig fram.

Þræll: "Kæra M, drottnari okkar, við viljum bara fá verkefni!"
M: "Ef þið hafið ekkert að gera þá er það vilji eiganda ykkar. Ég get ekki þolað svona frumkvæðishugsanir frá eignum mínum."

Þrælarnir sáu að M var búin að ákveða sig og að það eina í stöðunni núna væri að berjast.

M og Solla litu á hvor aðra og brostu. Núna yrði fjör!