14

M og Solla nutu lífsins sem æðstu einstaklingar allra þekktra landa. Þær gátu gert það sem þær vildu við hvern sem er, hvenær sem er.

Einn eftirlætisleikur Sollu var innblásinn af flokkunarkerfi M þegar hún tók við nýjum löndum. Solla færi inn í einhvern bæinn og rölti þar um, sektaði fólk af handahófi og fann sér myndarlega menn til að mynda föruneyti. Hún gengi um og spjallaði við almenning á svæðinu og lærði um venjur og siði og hver væri hvað. Og S leitaði að heppilegum fórnarlömbum fyrir leik sinn.

Leikurinn snérist að breyta örlögum fólks.

Þetta gat falið í sér að taka fyrir hjón og lýsa því yfir að þau væru nú skilin. Væri maðurinn myndarlegur fann Solla fyrir hann myndarlegri konu. Væri konan myndarleg fengi hún að velja sér betri maka. Gamli makinn var svo sviptur frelsi og gefinn til nýja makans.

Þessi leikur Sollu var vel þekktur og allir vissu að þegar Solla var á svæðinu væri hætta á því að örlögum einhvers yrði breytt. Vandað fólk hlakkaði til að fá Sollu á svæðið en fólk sem var lélegri einstaklingurinn í hjónabandi kveið fyrir því. Það var samt ekkert hægt að gera þegar Solla sagði eitthvað. Ef maður var tekinn frá konu sinni þá var það bara þannig.

Annar leikur Sollu var að finna einhvern karlmann meðal almennings og skora á hann í slag. Ef hann sigraði Sollu fengi hann að halda lífi sínu áfram, óbreytt, en ef hann tapaði þá yrði hann sendur sem þræll í námurnar. Það sem var samt skilið af öllum var að Solla tapaði ekki þeim slag. Almenningur mátti ekki á neinn hátt valda meðlimi elítunnar neinu tjóni eða óþægindum. Slagurinn fór því þannig fram að Solla barði og sparkaði í mótherja sinn þar til hann féll í jörðina, tapaði og varð að þræl. Solla minnti mótherjann stanslaust á að hann væri að tapa bæði slag og frelsi sínu en mótherjinn gat ekkert gert. Ef Solla valdi einstakling til að slást við þá var það bara ákveðið ferli sem endaði á sigri Sollu.

Enn einn leikur Sollu var sá að bjóða sér í heimsókn. Hún bankaði á dyrnar og var hleypt inn. Þar með breyttist allt heimilishaldið í að sinna Sollu, þjóna henni, elda fyrir hana og veita henni afnot af rúmi og allri aðstöðu eins og henni sýndist. Ef henni leist vel á lét hún létta á skattheimtu heimilisins og jafnvel veita því afnot af þrælum í einhvern tíma. Ef henni leist illa á gat hún lagt þungar sektir á heimilisfólkið og jafnvel svipt einhvern frelsinu.

Solla hafði ótakmarkað umboð frá M til að gera það sem henni sýndist, og Solla naut þess.