15

Í veldi M var mikið lagt upp úr skilyrðislausri hlýðni við öll hennar fyrirmæli. Fólk vann mikið og sá til þess að M og elítunni vantaði ekkert.

Einn hópur naut þó undanþágu og það voru einstaklingar undir 13 ára aldri, með fáum undantekningum (einstaklega andstyggilegir einstaklingar á ungum aldri misstu undanþágu sína yfirleitt fyrr). Þessir einstaklingar - börnin - fengu að gera að mestu það sem þeir vildu, með aðgang að mat, klæðum og kennslu í því hvað fylgir því að vera þegn M.

Börn bjuggu ekki endilega hjá foreldrum sínum. Þau gátu verið þar sem þeim leið best. Yfirleitt var einhver meðal elítunnar með nóg pláss og góða aðstöðu sem leyfði börnunum að dvelja á sínu svæði. Að koma vel fram við börn voru lög í landi M. 

Ef það kom í ljós á ungum aldri að barn væri einstaklega vel heppnaður einstaklingur kom til greina að gera hann hluta af elítunni. Yngstu dæmin voru alveg niður í 8 ár. Ef barni var hleypt í elítuna urðu aðrir - foreldrar og önnur börn - um leið skyldug til að hlýða viðkomandi. 

M hvatti alla til að eignast mikið af börnum til að fjölga sem mest þegnum sínum.